30.07.1919
Efri deild: 18. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 628 í B-deild Alþingistíðinda. (317)

33. mál, tollalög

Magnús Kristjánsson:

Brtt. á þgskj. 197 og 199 hafa verið gerðar áður en frv. var útbýtt endurprentuðu eftir 2. umr. og geta því ekki fallið inn í það, eins og það er orðað. Ef brtt. á þgsk. 199 yrði samþ., mundi lækkunin einnig ná til þeirrar vöru, sem um ræðir á þgskj. 197, en það var aldrei tilætlun mín. Jeg álít heppilegra, að brtt. á þgskj. 197 kæmi á eftir orðunum „af hverjum lítra“. Þetta vona jeg að háttv. þingdm. athugi.