20.09.1919
Efri deild: 61. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 510 í C-deild Alþingistíðinda. (3193)

155. mál, vörutollur

Halldór Steinsson:

Hv. þm. Ísaf. (M. T.) skýrði ekki rjett frá afstöðu nefndarinnar. Meiri hl. — og þar með vissi jeg ekki betur en að hv. þm. Ísaf. (M. T.) væri — vildi láta hækka gjaldið í 3. gr. En hún óttaðist mótstöðu hv. Nd. gegn flokkaskipunarbreytingunum sjerstaklega. Þess vegna vildi meiri hl. láta stj.frv. ganga fyrst fram, svo að trygging fengist fyrir því, að einhver hækkun yrði samþ., en þar fyrir var hann ekkert á móti till. hv. þm. Ísaf. (M. T.) í sjálfu sjer, hvað flokkun varanna snerti.