22.09.1919
Neðri deild: 70. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 721 í C-deild Alþingistíðinda. (3301)

156. mál, bannmálið

Einar Jónsson:

Jeg get lýst því yfir, að það var eins með mig og hv. þm. N.-Ísf. (S. St.), að jeg var upphaflega með bannlögunum, en nú er jeg á móti þeim, ef að hafa sjeð ógagn þeirra. Jeg er aðeins vegna samdóma hinni skörpu ræðu þm. (S. St.), og skammast mín fyrir þá afstöðu mína. Jeg bjóst sennilega við, að með aðflutningslögunum væri tekið fyrir allan vafa á innflutningi til landsins. En raunin er allt önnur. Háttv. þm. N.-Ísf. (S. St.) hefir glögglega lýst ástandinu, eins og það hefir verið og er þann dag í dag.

Jeg vil nú geta þess í stuttu máli, hvernig jeg lít á brtt. þær, sem fram hafa komið. Jeg er ekki mótfallinn till. á þgskj. 797, frá hv. þm. V.-Sk. (G. Sv.), að í stað „Neðri deild“ komi „Alþingi“. Jeg álít það rjett, að Ed. fái líka að láta í ljós álit sitt um till.

Í öðru lagi þykir mjer hreinast, í sambandi við kosningarnar, að samþ. till. hv. þm. Barð. (H. K.), um að atkvæðagreiðslan fari fram í haust.

Þá er till. hv. þm. N.-Þ. (B. Sv.) á þgskj. 915. Jeg játa, að jeg kann illa við, að mál þetta sje dregið á langinn. Jeg álít, að þjóðin þurfi að gera sem fyrst hreint fyrir sínum dyrum um það, hvort hún vill hafa bannlögin framvegis eða ekki. Hugsun þessa þm. (B. Sv.) er auðsæilega sú, að lögin sjeu ekki búin að sýna sig nógu greinilega, og hann er svo varkár, að hann vill, að þau reyni sig betur. En þessi skoðun er ekki að öllu leyti rjett. Því að reynslan hefir sýnt, að þrátt fyrir sífeldar samgöngukreppur er innflutningur á áfengi altaf að vaxa, svo að það má gera ráð fyrir, að þetta komist í enn þá verra horf, þegar samgöngur aukast frekar. Og hygg jeg, að þm. (B. Sv.) ætli bannlögunum alt það versta með því að fresta atkvgr. til 1922. Jeg get lýst yfir því, að jeg væri fúsastur allra manna til að greiða þeirri till. atkv. mitt, sem orkaði að eyða áfengisbölinu úr landinu. Jeg get ekki horft lengur á það ástand, sem nú er, og jeg mundi fúslega greiða þeirri till. atkv. mitt, sem næmi bannlögin úr gildi, að fengnu samþykki þjóðarinnar. Jeg hefi ekki beinlínis gert mjer grein fyrir, hvora till. á að bera fyrst upp. En jeg ætla að lýsa yfir því, að jeg mun greiða atkv. með till. á þgskj. 797. Jeg skal svo ekki tefja tímann með lengri ræðu. En jeg vil stryka undir það, sem hv. þm. N.-Ísf. (S. St.) sagði, að það er miklu betra að afnema bannlögin strax heldur en búa lengur við þetta ástand, sem er.