18.07.1919
Neðri deild: 10. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 975 í C-deild Alþingistíðinda. (3513)

36. mál, útflutningsgjald af síld

Fjármálaráðherra (S. E.):

Að því er snertir brtt. hv. fjárhagsnefndar, þá get jeg fallist á þá fyrri, að lögin gangi í gildi 1. apríl 1920, í stað 1. janúar 1920, en af því leiðir, að breyta þarf ákvæðunum um, að lægri tollurinn falli burt 1. jan. í 1. apríl 1920.

Annars er óþarfi að fara langt út í málið, því það hefir verið þaulrætt á undanfarandi þingum. En því má ekki gleyma, að mikill hluti skattsins lendir rjettlátlega á erlendum mönnum. Jeg segi rjettlátlega, þar sem þeir ausa upp stórgróða hjer. Jeg treysti því, að frv. hafi áfram fylgi hv. deildar, enda færi þá líka fjárhag landsins að verða hætt, ef ætti nú að slátra þessu frv.