18.07.1919
Neðri deild: 10. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 976 í C-deild Alþingistíðinda. (3514)

36. mál, útflutningsgjald af síld

Matthías Ólafsson:

Hæstv. fjármálaráðh. (S. E.) kvað tollinn lenda mest á útlendingum. Þetta leyfi jeg mjer að vjefengja, því nú er sagt, að þeir ætli sem mest að forðast að nota landhelgina, en salta úti í sjó, svo tollurinn lendir því aðallega á innlendum mönnum. Þennan toll á því að afnema, en hinu get jeg verið með, að leggja gróðaskatt á, þegar mönnum hepnast síldveiðin, svo þeir hafi eitthvað í aðra hönd. En að setja þennan skatt á alla síld er óhæfa, því það þarf enginn að segja mjer, að vist sje um hátt verð á síld í framtíðinni.