21.07.1919
Efri deild: 12. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 983 í C-deild Alþingistíðinda. (3523)

36. mál, útflutningsgjald af síld

Fjármálaráðherra (S. E.):

Eins og jeg tók fram áður, er annað frv. á ferðinni um skatt á síld í ár, og það er alveg eins hægt að leggja hærri toll á síldina í sumar, þótt þetta frv. gangi fram. Sú ástæða hv. þm. Ak. (M. K.), til þess að tefja fyrir málinu, er því órjettmæt og ógild.

Það er engin ástæða til að fresta frv., því horfurnar fyrir næsta ár eru jafnóvissar í þinglok eins og nú. En fyrir stjórnina er það nauðsynlegt að vita, hvort frv. á að lifa eða deyja, því verði það drepið, verður stjórnin að sjá fyrir nýjum tekjustofni.