08.07.1919
Neðri deild: 4. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1036 í B-deild Alþingistíðinda. (3539)

7. mál, landamerki o. fl.

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Þetta mál er öllum háttv. þm. kunnugt frá umræðum og meðferð þess á síðasta þingi. Man jeg ekki eftir neinni rödd þá, er væri á móti því, að landamerkjalögin þyrftu endurbóta við. En málinu var þá vísað til stjórnarinnar, og er árangurinn frv. þetta, sem nú liggur fyrir.

Er hjer nú safnað saman í eina heild öllu fornu og nýju, sem þetta mál varðar.

Sje jeg ekki að svo stöddu þörf á að fara ítarlega rit í frv., þar sem bæði athugasemdirnar og fylgiskjöl gera ljósa grein fyrir því.

Að eins skal jeg taka það fram, að leitast er við því í frv., að örðugt verði að komast hjá því, að útkljá þrætumál um landamerki, með því að fela það lögreglueftirliti.

Hvernig það kann að fara mun tíminn leiða í ljós, en stjórninn gat ekki sjeð, að hægt væri hjer að kveða fastar að orði.

Óska jeg svo, að frv. fái að ganga til 2. umr. og til landbúnaðarnefndar.