21.08.1919
Efri deild: 36. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1041 í B-deild Alþingistíðinda. (3551)

7. mál, landamerki o. fl.

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Hún hefir farið að líkum og vonum meðferð þessa máls hjá háttv. allsherjarnefnd; hún hefir komist að sömu niðurstöðu og hv. Nd. um það, að það þyrfti að endurbæta gildandi landamerkjalög, og er henni samdóma um það og með frv. Eins er jeg samþykkur brtt. þeim er nefndin ber fram, nema 5. brtt. hennar við 8. grein frv.

Af nál. er það ljóst að nefndin vill heldur draga úr skyldu embættismanna til að jafna landamerkjaþrætur, en jeg tel það kost á lögunum, að þau ýti undir þá að útkljá slík mál. Jeg lít svo á, að það sje jafnvel þungamiðja málsins. Jeg vil ekki gera valdsmönnum getsakir en mjer finst það ekki nema ofurmannlegt, þótt þeir vildu leiða slíkar þrætur hjá sjer, og oft gæti það einvörðungu verið af því, að þeir væru ókunnugir staðháttum, að þeir hjeldu að málið væri lítils virði. Mjer finst því ekki rjett að draga úr þessu ákvæði eins og það kom frá hv. Nd. og vil því óska að þessi brtt. nefndarinnar verði feld.