08.07.1919
Neðri deild: 5. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 990 í C-deild Alþingistíðinda. (3564)

35. mál, skattur af ábúð og afnotum jarða og af lausafé

Fjármálaráðherra (S. E.):

Í raun og veru hefði stjórninni verið nær skapi að koma með frv. um hækkun á fasteignaskattinum, í stað þessa frv. En þar eð ekki er hægt að byggja slíkt frv. á fasteignamati því, sem nú stendur yfir, þar eð sýnilegt er, að það þarf að endurskoðast, þótti það ekki tiltækilegt, og því er þetta frv. fram komið.

Jeg leyfi mjer að gera það að till. minni, að frv. þessu verði, að lokinni umr., vísað til fjárhagsnefndar.