07.08.1919
Neðri deild: 27. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1012 í C-deild Alþingistíðinda. (3609)

114. mál, ritsíma- og talsímakerfi (Hesteyrar- og Ögursími)

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Það er rjett, sem háttv. flm. (S. St.) sagði, að frv. þetta er að nokkru leyti flutt að tilhlutun stjórnarinnar.

Það, sem fyrir mjer vakir, er það, að nú sje svo langt komið símalagningu til verstaða og kauptúna landsins, að nú sje næst fyrir hendi að greiða fyrir siglingum landsins. Þá eru það sjerstaklega tveir skagar, Langanes og Strandir, sem koma til greina.

Svo má heita, að undantekningarlaust á hverju ári hafi verið saknað vitneskju um það, hvort ís væri fyrir Langanesi eða við Horn. Með símalagningu til þessara staða mundi verða bætt úr því.

Jeg þarf svo ekki að bæta við rök þau, sem þegar hafa verið færð fyrir þessu máli, en vil eindregið mæla með því, að það nái fram að ganga.