12.07.1919
Neðri deild: 6. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1013 í C-deild Alþingistíðinda. (3613)

42. mál, vatnalög

Benedikt Sveinsson:

Jeg vil leyfa mjer að mótmæla því, að farið verði að veita afbrigði frá þingsköpum til þess, að hægt verði að ræða þessi frv. nú. Frv. þessi eru um annað hið langmikilvægasta mál, sem fyrir þessu þingi liggur. Þykir mjer því illa hlýða, ef svo umfangsmiklu og vandasömu máli sem fossamálinu á að ráða hjer til lykta með afbrigðum frá þingsköpum. Heimild þingskapanna hefir verið beitt hjer á þingi í seinni tíð í allra stærstu og vandamestu málunum, þegar síst skyldi, og er komið nóg af slíku. Fossamálin ættu ekki að verða fyrir slíkri meðferð, og legg jeg eindregið gegn því, að afbrigði sjeu leyfð.