16.07.1919
Neðri deild: 8. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1038 í C-deild Alþingistíðinda. (3619)

42. mál, vatnalög

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Það eru að eins tvö atriði, sem jeg, að gefnu tilefni, vildi minnast á og leiðrjetta.

Stjórnin sjálf gat ekki lagt vatnafrv. fyrir þingið, því að öll gögn fossanefndar komu svo seint fram, að stjórnin hafði ekki nokkurn tíma til að kynna sjer málið, enda ætti það ekki að skifta svo miklu máli, hver ber fram frv., og ætti því eins að nægja, þó að þau komi ekki frá stjórninni.

Síðara atriðið kom fram í ræðu hv. þm. V.-Sk. (G. Sv.). Hann taldi líklegt, að það hefði verið að fyrirmælum stjórnarinnar, að nefndarálit minni hl. var birt í „Tímanum“, en kvaðst þó ekki vita það. Jeg get borið um, að stjórnin hefir ekki átt minsta þátt í, að nokkuð hafi verið birt um málið. Og mjer er því skyldara að gefa þessar upplýsingar, þar sem nál. fyrst var birt í mínu flokksblaði.