08.07.1919
Neðri deild: 4. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 664 í B-deild Alþingistíðinda. (367)

32. mál, sala á hrossum til útlanda

Gísli Sveinsson:

Út af þessum síðustu orðum, er hjer fjellu, skal jeg geta þess, að jeg veit ekki til, að þessi loforð hestaeigenda hafi fengist fyr en nú alveg á síðasta tíma. Það var víst ekki fyr en um 24. júní, en bráðabirgðalög þessi voru sett miklu fyr. Þetta verður því ekki skilið öðruvísi en svo, að eigendurnir hafi skuldbundið sig til þess út úr neyð, að selja svo og svo mörg hross við þessu verði, þegar þeir sáu, að þeir gátu alls ekki selt neitt með öðru móti. En áður höfðu þeir lofað Sláturfjelaginu hrossum sínum, og ætlaði það að hafa milligöngu í frjálsri sölu.

En eftir að þetta einokunarákvæði stjórnarinnar var sett, urðu allir að sæta því ef þeir á annað borð vildu selja nokkuð.

En þar með er alls ekki sagt, eða rjett að segja, að menn hafi sætt sig við kjör þessi.