08.08.1919
Neðri deild: 28. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1105 í C-deild Alþingistíðinda. (3670)

74. mál, vegir

Pjetur Þórðarson:

Jeg vildi þakka háttv. nefnd fyrir þá kurteisi, að hún hefir tekið brtt. mína á þgskj. 133 til greina á þann hátt, að gera hana að sinni brtt.

Orsökin til þess, að jeg hefi komið með þessa brtt., er annars sú, að það hefir reynst erfitt með því fyrirkomulagi, sem nú er, að fullnægja brýnustu þörfum á hreppaviðgerðum og viðhaldi þeirra. Þegar menn vinna af sjer gjaldið, þá má það í raun rjettri á sama standa, hvort dagsverkið er ákveðið 3 kr. eða 9 kr. En misrjetti kemur fram, ef þeir, sem ekki vinna sitt dagsverk að vegavinnunni, þurfa ekki að borga nema 3 kr. í hæsta lagi, og jafnvel þótt hækkað sje upp í 6 kr., þar sem dagkaupið er nú komið upp í 9 kr.