08.08.1919
Neðri deild: 28. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1142 í C-deild Alþingistíðinda. (3717)

87. mál, dýralæknar

Frsm. (Sigurður Sigurðsson):

Í ræðu hv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.) var ekkert nýtt, nema ef vera skyldi það, að fyrst ekki væri hægt að gera það, sem væri æskilegast, ætti ekkert að gera. Hann sagði, að ef dýralæknar ættu að koma að nokkrum verulegum notum, yrðu þeir að sitja í hverri sveit. En þm. (Sv. Ó.) hefir ekki skilist, að einhvern tíma verður að byrja á að fjölga dýralæknum, þó ekki sje nema að litlu leyti, til þess að þeir. geti orðið með tímanum eins margir og hann óskar eftir og almenningsþörf krefur.

Annars mun hv. þm. (Sv. Ó.) vera gamall dýraskottulæknar, svo að jeg skal leiða hest minn hjá að deila frekar við hann.