08.08.1919
Neðri deild: 28. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1149 í C-deild Alþingistíðinda. (3728)

87. mál, dýralæknar

Bjarni Jónsson:

Mjer sýnist það ekki boða máli þessu sjálfsagða feigð, þótt 3–4 hv. þingdm. hafi talað á móti því, og að fyrir þá sök sje engin þörf á, að það sje tekið af dagskrá. Jeg vil, að það fái að sýna sig við atkvgr., hvort atkv. eru fleiri með eða móti frv.; verð jeg því að leggja á móti till. hv. þm. (G. Sv.), og þótt svo færi, að hinir drápgjörnu verði fleiri, þá er engan veginn loku skotið fyrir, að hin ágæta till. háttv. þm. V.-Sk. (G. Sv.) geti komist í gegnum þingið í ár í nýju frv.; svo mikið mun enn vera eftir af þingtímanum; stórmálin eru ekki lengra á veg komin en svo.