08.08.1919
Neðri deild: 28. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1151 í C-deild Alþingistíðinda. (3731)

87. mál, dýralæknar

Frsm. (Sigurður Sigurðsson):

Út af orðum hv. þm. V.-Sk. (G. Sv.) skal jeg geta þess, að jeg, sem flutnm. frv. þessa, sje enga ástæðu til að taka það út af dagskrá, og jeg trúi því ekki fyr en jeg reyni, að það verði felt nú, því að flestar greinar frv., og það sjálft, var samþ. með 13 atkv. við 2. umr. málsins hjer í deildinni. Jeg skil ekki í því, að menn hafi breytt skoðun sinni á málinu síðan þá, því að jeg veit ekki til, að neitt hafi komið fram síðan, sem gefið hafi tilefni til þess. Jeg óska ekki heldur, að málið fái framgang, ef það verður limlest á þann hátt, sem hv. þm. V.-Sk. (G. Sv.) talaði um.