21.08.1919
Neðri deild: 41. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1165 í C-deild Alþingistíðinda. (3754)

131. mál, bæjargjöld í Reykjavík

Bjarni Jónsson:

Jeg leyfi mjer að beina nokkrum orðum að nefnd þeirri, sem á að taka við máli þessu

Má þetta var fyrir á næstsíðasta þingi og fjekk þá ekki framgang. En nú veit jeg, að niðurjöfnunarnefnd hefir lagt útsvör á menn samkvæmt þeim reglum, sem í frv. eru settar. Það er því komin nokkur reynsla á, hve viturlegar þær eru, og hún er sú, að menn eru sammála um, að oft hafi áður vel verið með misferli á niðurjöfnun sveitargjalda, en aldrei hafi svo úr hófi keyrt með vitleysur sem nú, er farið var að fylgja þessum nýju reglum. Þetta má með vottum sanna, ef þurfa þykir. (J. B.: Þetta er ekki rjett). Það er enn sem fyr, að bæjarstjórninni er furðu ósýnt um að vera í samræmi við vilja bæjarbúa á nokkurn hátt.