30.07.1919
Efri deild: 18. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1196 í C-deild Alþingistíðinda. (3816)

69. mál, almennur ellistyrkur

Kristinn Daníelsson:

Jeg vil að eins bæta því við, að þegar á að tvöfalda lágmarkið, þá er það ekki í samræmi við hinn hluta frv., því að þótt tillagið sje tvöfaldað, eykst sjóðurinn ekki strax um helming, svo að hægt sje strax að úthluta jafnmörgum skerfum. 40 kr. nema því ekki hlutfallslega eins miklu og 20 kr. áður, eða með 40 kr. lágmarkinu geta ekki eins margir fengið styrk eins og áður með 20 kr. lágmarkinu. Þetta mundi víða koma sjer mjög óþægilega. Um annað úrræði væri ekki að tala en að gera upp á milli, hverja ætti að setja hjá af þeim, sem áður hefðu notið styrksins, en af því mundu stafa mikil vonbrigði, ef taka verður styrkinn af 2–3, sem áður hafa notið hans og eru hans verðir.

Jeg vil sjerstaklega vekja athygli á því, að fjármagnið tvöfaldast ekki.