11.09.1919
Neðri deild: 61. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1255 í C-deild Alþingistíðinda. (3913)

147. mál, lán til Flóaáveitunnar

3913Benedikt Sveinsson:

Jeg býst við, að flm. (S. S.) sje þetta mál ekki kappsmál, eftir þann skilning, sem hæstv. forsætisráðh. (J. M.) hefir lagt í till., og hv. deildarmenn virðast hafa aðhylst. Jeg held, að rjettara væri að taka till. aftur, enda er hún óþörf með öllu. Stjórnin hefir tekið málið í sínar hendur, og bankastjórnin er því hlynt. Hv. flm. (S. S.) kannaðist við það, að einn bankastjóranna væri í utanför, til að reyna að útvega lánið, og er þá broslegt, að farið sje að reka á eftir framkvæmdum, þegar alt virðist í fullum gangi. Einkum verður þessi tillaga óheppileg, ef sá skilningur verður ofan á, sem í hana var lagður áðan, en á því hefi jeg enga trú. Jeg held, að best væri, að málinu væri vísað til stjórnarinnar.