20.09.1919
Neðri deild: 69. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1332 í C-deild Alþingistíðinda. (3944)

162. mál, aðflutningsbann á áfengi

Fyrirspyrjandi (Pjetur Ottesen):

Jeg þarf ekki að bæta mörgum orðum við það, sem hv. meðflm. minn (E. A.) hefir svarað því, sem fram kom sem mótbárur hjá hæstv. forsætisráðherra (J. M.) í þessu máli, og þá sjerstaklega því, að það hefði verið miður viðeigandi að koma með þessa fyrirspurn á þingi.

En jeg vildi að eins árjetta það, að ef ekki er algerlega loku fyrir það skotið, að hægt sje að áfrýja að minsta kosti dóminum í máli Magnúsar Blöndahls til hæstarjettar hjer, þegar hann er kominn á laggirnar, þá sje ekki látið undir höfuð leggjast að gera það.