25.08.1919
Efri deild: 39. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1806 í B-deild Alþingistíðinda. (3964)

99. mál, forkaupsréttur á jörðum

Guðjón Guðlaugsson:

Þetta frv. er sama efnis sem frv. það, er jeg flutti hjer, og er fram komið einum eða tveim dögum seinna og flutt af þingmönnum fyrir áskorun kjósenda þeirra, og hefir það sjálfsagt orðið til þess, að þetta frv. er látið ganga fram, en mitt ekki, þótt bæði sjeu eins. Þó er ein breyting, sem er til dálítilla bóta, sem sje fyrirsögnin. Hún var áður forkaupsrjettur leiguliða, en er nú forkaupsrjettur á jörðum, og er það rýmra. Jeg get því mælt með frv.