16.09.1919
Neðri deild: 65. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 2515 í B-deild Alþingistíðinda. (3968)

Kosningar

Pjetur Jónsson:

Jeg ætla við þetta tækifæri að rifja upp fyrir hv. þm., að þessi minningarsjóður er stofnaður l913. Þá voru kosnir í stjórn sjóðsins ásamt forseta, jeg og hr. Eiríkur Briem; vorum við kosnir til 6 ára, og er það tímabil nú útrunnið Á árinu 1914 var lagt af fje sjóðsins 1400 kr. inn í Söfnunarsjóð Íslands; þá var afgangur af vöxtunum í mínum vörslum ca. 45 kr., svo sjóðurinn var því 1445 kr. þá. Vextir af sjóðnum síðan og til síðustu áramóta eru kr. 320.30, svo að hann er við síðastl. áramót ca. 1765 kr. Stofnskráin ákveður að nota 5/6 af vöxtunum til verðlauna fyrir vel samda ritgerð um verslunarmál, stjórnmál eða búnaðarmál. Á þessu tímabili hefir nefndinni ekki verið send nein ritgerð, og henni þótti heldur ekki ástæða til að fara að greiða verðlaun fyrir neina ritgerð, sem hún hefir sjeð um þessi mál, og eru því vextirnir allir í sjóði.

Nú á hv. Alþingi að kjósa tvo menn í stjórn sjóðsins með forseta neðri deildar.

Kjörnir voru í sjóðsstjórnina í e. hlj., á þann hátt, að deildarmenn stóðu allir upp, þeir

Pjetur alþm. Jónsson og

Eiríkur prófessor Briem.