19.07.1919
Neðri deild: 11. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 722 í B-deild Alþingistíðinda. (424)

37. mál, útflutningsgjald af fiski, lýsi o.fl.

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg skal taka það fram út af síðustu orðum hv. 2. þm. Árn. (E. A.), að það var þegar búið að semja um mikið af þeim kolum, sem komu hingað í vor, í fyrra vor. Það er alls ekki rjett, að kolin sjeu seld of dýrt, þau eru ekki seld hærra verði en hæfilegt er eftir því, sem þau kosta nú; þau eru afskaplega dýr í Englandi og flutningsgjald hefir verið afarhátt alt til þessa. Á hinn bóginn er jeg alls ekki viss um, nema það sje heppilegt að hafa nú talsverðar kolabirgðir í landinu, því nú sem stendur virðist fremur örðugt að fá kol á Bretlandi.