12.08.1919
Efri deild: 28. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 782 í B-deild Alþingistíðinda. (464)

37. mál, útflutningsgjald af fiski, lýsi o.fl.

Frsm. minni hl. (Magnús Torfason):

Stimpilgjaldið varð margir tugir þús. kr. yfir tímabilið 12. ág. 3918 til 31. des. 1918, eða í rúma 4 mánuði; það er því strax ljóst að áætlun mín um þetta er sanni nær en hæstv. fjármálaráðh. Jeg er heldur ekki í neinum vafa um, að afurðir þær, er fluttar verða til útlanda, nema 60–70 milj. kr., og sjá þá allir, hverjar þessar tekjur verða.

Í sambandi við þetta skal jeg geta þess, að stimpillögin voru afgreidd frá þinginu 13. júní, þótt þau gengju ekki í gildi eða yrðu staðfest fyr en 12. ágúst, svo ekki lá þá á. Ef útflutningurinn hefir þá verið álíka og tímabilið, sem eftir var af árinu, hefir tapast á því um 100 þús. kr.