07.07.1919
Efri deild: 3. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 790 í B-deild Alþingistíðinda. (478)

28. mál, hæstiréttur

Forsætisráðherra (J. M.):

Má vera, að það skifti ekki miklu máli, hvort frv. verður vísað til allsherjarnefndar eða væntanlegrar stjórnarskrárnefndar. En jeg verð að segja, að jeg get ekki komið auga á skyldleikann milli þessa frv. og stjórnarskrárfrv. (E. P.: Sambandslögin). Það verður ekki sagt, að þau myndi neitt samband milli frv., því frv. um hæstarjett gat vel komið fram áður en sambandslögin urðu til. Jeg veit ekki, hvernig hv. deild muni skipa stjórnarskrárnefnd, en í allsherjarnefnd eru tveir lögfræðingar, og á frv. því hvergi betur heima en þar.