09.07.1919
Efri deild: 5. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 791 í B-deild Alþingistíðinda. (481)

28. mál, hæstiréttur

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg býst ekki við, að annað verði gert við þessa framhaldsumr. en að vísa málinu til nefndar. Tvær tillögur hafa fram komið um nefndarskipun, önnur um að vísa frv. til allsherjarnefndar, hin til stjórnarskrárnefndar.

Jeg endurtek þau orð mín frá upphafi þessarar umr., að jeg sje ekki betur en að þetta frv. eigi rjettilega heima allsherjarnefnd. Það einasta í þessu frv., sem snert getur stjórnarskrána, er spurningin um það, hvort vjer eigum að hafa íslenskan eða danskan hæstarjett. Svarið við því yrði að eins játandi eða neitandi. Að öðru leyti er frv. rjettarfarslegs eðlis, og hafa slík mál jafnan áður gengið til allsherjarnefndar, enda sú nefnd verið skipuð með það fyrir augum.