25.08.1919
Efri deild: 39. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 901 í B-deild Alþingistíðinda. (591)

14. mál, stofnun Landsbanka

Kristinn Daníelsson:

Það er vani sumra ræðumanna að byrja á því að segja, að ekkert hafi verið hrakið af orðum þeirra, og jeg vil nú taka mjer þessi ummæli í munn.

Jeg get því látið mjer nægja að benda á það enn þá einu sinni, að þar sem yfirleitt má gera ráð fyrir, að báðir bankarnir bjóði sömu kjör, er brtt. að því leyti óþörf.

En út af því, sem sagt var um Íslandsbanka og lánin, er það rjett hermt, að „formelt“ muni hann geta neitað stjórninni um lán, en jeg vildi í því sambandi benda á, að víða er sú kvöð látin fylgja seðlaútgáfurjettinum, að þeim, sem hann fái, sje skylt að veita ríkinu lán, sem sýnir, að slíkt er talið eðlilegt og sjálfsagt.