28.08.1919
Neðri deild: 48. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 61 í B-deild Alþingistíðinda. (7)

1. mál, fjárlög 1920 og 1921

Magnús Pjetursson:

Jeg vildi að eins standa upp til að láta þess getið við háttv. deild, að framsögumenn fjárveitinganefndar munu ekki halda neinar ræður nú. Hv. framsm. fjárhagsnefndar (M. G.) hefir komið fram með yfirlit yfir fjárhaginn, eins og venja er orðin síðan frumv. þessu var skift milli fjárhagsnefndar og fjárveitinganefndar. Jeg geymi mjer því alveg að tala, þangað til við 2. umr. málsins. Enda býst jeg ekki við, að þó háttv. framsm. fjárhagsn. (M. G.) hafi drepið á einstakar tillögur fjárveitingan., þá hafi hann ætlast til þess, að það væri rætt nú. Þetta vildi jeg láta háttv. þingmenn vita, og er því alveg óhætt að fara strax í eldhúsið þess vegna.