29.07.1919
Neðri deild: 20. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 959 í B-deild Alþingistíðinda. (715)

8. mál, mat á saltkjöti til útflutnings

Hákon Kristófersson:

Jeg vildi að eins leyfa mjer að gera örstutta fyrirspurn. Hún er um það, hvernig eigi að skilja það, sem stendur í brtt. nefndarinnar á þgskj. 176: „Læknisskoðun og stimplun skal fara fram á öllu saltkjöti, sem til útflutnings er ætlað, áður en söltun fer fram“. En hvernig er hægt að tala um saltkjöt áður en kjötið er saltað? Mjer virðist helst, að hjer sje hver meiningin upp á móti annari.

Jeg vildi að eins vekja athygli á þessu, svo að það geti ekki valdið neinum misskilningi.