29.08.1919
Neðri deild: 49. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 965 í B-deild Alþingistíðinda. (729)

8. mál, mat á saltkjöti til útflutnings

Frsm. (Pjetur Þórðarson):

Jeg þóttist hafa tekið það svo glögt fram áðan, að það hefir naumast getað farið fram hjá þeim, sem skrifuðu upp orðin eftir mjer, að með sláturhúsi eða sláturfjelagi er hjer átt við hverskonar fjelagsskap, verslun eða einstaka menn, sem hafa slátrun með höndum. Að þessu leyti þykist jeg fyrir nefndarinnar hönd hafa þegar gefið svar við fyrirspurn hv. þm. V.-Sk. (G. Sv.). Það ætti líka að sýna hvað við er átt, að þetta kemur svo glögt fram í umr.

Um það, hvað gera eigi, ef hlutaðeigendur greinir á, þá er það sjálfgefið, að yfirmatsmaður og forstöðumenn sláturhúsa hafa að eins tillögurjett, en lögreglustjóri sker úr.

Þannig hefir nefndin litið á, og býst jeg við, að öllum komi saman um, að svo verði að vera.