30.07.1919
Neðri deild: 21. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 984 í B-deild Alþingistíðinda. (754)

3. mál, fjáraukalög 1918 og 1919

Atvinnumálaráðherra (S. J):

Það eru að eins örfá orð viðvíkjandi Hvanneyri. Háttv. frsm. (M. P) þótti kynlegt, að stjórnin hefði ekki komið fram með skriflega till., en æskti viðtals við nefndina. Mönnum þykir það ef til vill ekki eins kynlegt eins og hv. frsm. (M. P.) þótti það, eftir að þeir hafa heyrt brjef það sem nefndin sendi stjórninni. Með leyfi nefndarinnar og hæstv. forseta ætla jeg að lesa það hjer upp …………………. *)

Þannig er þá þessu máli varið, og ef nefndin, eftir það samtal sem stjórnin mun eiga við hana, heldur enn fast við að fá skriflega till., þá býst jeg við að stjórnin geti orðið við því.

*) Brjefið vantaði í ræðuna.