30.07.1919
Neðri deild: 21. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 986 í B-deild Alþingistíðinda. (755)

3. mál, fjáraukalög 1918 og 1919

Frsm. (Magnús Pjetursson):

Háttv. þm. V.-Sk. (G. Sv.) taldi styrkinn til skýlisins á Hvammstanga sem fjárveitingu til læknisbústaður. Mjer liggur í ljettu rúmi, hvort það er kallað svo, eða dýrtíðar- eða viðbótarstyrkur til skýlisins. Fjárveitinganefnd 1917 tók afstöðu til þessa máls, og taldi það skylt landinu að styrkja að jöfnu læknabústaði og sjúkraskýli. Þess vegna er mjer sama um hvað styrkurinn á að nefnast.

Jeg skal geta þess, að jeg hefi ekki getað lesið próförk af nefndarálitinu, og þess vegna eru í því prentvillur. Jeg vildi því biðja menn að bera það saman við brtt., því þær eru rjettar.