01.09.1919
Neðri deild: 52. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1030 í B-deild Alþingistíðinda. (802)

3. mál, fjáraukalög 1918 og 1919

Þorsteinn Jónsson:

Jeg vildi að eins geta þess, að jeg sje ekki fulla ástæðu til að taka brtt. mína aftur. Út af orðum háttv. frsm. (M. P.) skal jeg geta þess, að hjer er ekki farið fram á, að dýralæknum verði veitt jafnhá dýrtíðaruppbót af öllum aukatekjum þeirra og mannalæknum.

Það er rjett athugað, að fyrir kjötskoðun ber þeim ekki dýrtíðaruppbót úr ríkissjóði. Þar eru þeir þó bundnir við taxtann, en það getur verið rjett, að sumsstaðar hafi þeir fengið það betur borgað en hann ákveður.

En þetta er fram komið í þeirri von, að háttv. deild sýni lit á að rjetta það misrjetti, sem þessir menn hafa orðið fyrir.