07.07.1919
Neðri deild: 3. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1032 í B-deild Alþingistíðinda. (808)

13. mál, Íslandsbanka leyft að auka seðlaupphæð

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Mál þetta þarf ekki mikilla skýringa við, þar sem það er að eins framhald af því, sem gripið hefir verið til á undanfarandi þingum, að heimila Íslandsbanka að auka seðlaútgáfu sína.

Bráðabirgðalögin voru staðfest 30. nóv. 1918, og voru þau sett eftir ósk Íslandsbanka, enda virtist þess full þörf í bili.

Jeg geri það ekki að tillögu minni, að mál þetta verði sett í neina nefnd, en óska þess, að það fái að ganga til 2. umr.