07.07.1919
Neðri deild: 3. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 1047 í B-deild Alþingistíðinda. (854)

40. mál, skipun barnakennara og laun þeirra

Þorsteinn Jónsson:

Það er að nokkru leyti rjett hjá hv. þm. Dala. (B. J.), að frv. ætti heima í mentamálanefnd. En þar sem launakjörin eru aðalatriðið í þessu frv., þá virðist rjettara að það fari í launamálanefnd. Að vísu var samskonar frv. og þessu vísað til mentamálanefndar í fyrra, en þá vildi hún lítið sinna því. Flestir sömu menn sitja í nefndinni nú og þá, og líklega lítil breyting orðin á áhuga þeirra í fræðslumálum.