18.02.1920
Neðri deild: 6. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í C-deild Alþingistíðinda. (1024)

16. mál, skipun prestakalla Ísafjarðarprestakall

Jón Auðunn Jónsson:

Jeg get tekið undir það með hv. þm. N.-Ísf. (S. St.), að skifting þessi er mjög mikið áhugamál Ísfirðinga. Í fyrsta lagi af því, að presturinn getur ekki annað báðum þessum sóknum, svo vel sje, og í öðru lagi þess vegna, að hann hefir gefið það í skyn, að hann mundi, ef til vildi, segja af sjer, ef ekkert yrði af skiftingunni, því að eins og tekið hefir verið fram bíður hann fjárhagslegt tjón af ferðunum út í Hnífsdal.

Jeg skal svo ekki lengja umr. frekar, en óska, að málinu verði vísað til allsherjarnefndar, og vænti, að unnist geti tími til, að það komist áfram á þessu þingi.