20.02.1920
Neðri deild: 8. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 108 í B-deild Alþingistíðinda. (153)

8. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Frsm. (Þórarinn Jónsson):

Þm. hafa yfirleitt verið mótfallnir þingmannafjölgun, bæði í Reykjavík og úti um land. Það er því víst 1. þm. Reykv. (Sv. B.), sem hefir ætlað sjer að hafa áhrif á þm. í þessu efni.

Hæstv. forsætisráðherra (J. M.) mintist á það, að á kjósendatölunni einni ætti að byggja. Hún hefir þó ekki verið undirstaðan hingað til, heldur hjeraðsskipunin. Það hefir verið álitið sjálfsagt, að hjeruð, sem hafa sjerstök mál og sjerstaka stjórn, hefðu eigin fulltrúa. Það hefir alls ekki verið litið á fólksfjöldann, heldur takmörkin, sem hjeruðin hafa verið háð.