23.02.1920
Neðri deild: 10. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 109 í B-deild Alþingistíðinda. (156)

8. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Sveinn Björnsson:

Jeg ætla að eins að geta þess, að sú breyting, sem farið er fram á með brtt. 58, raskar að engu leyti efni till., heldur er hún að eins gerð til skýringar orðalaginu og til þess að færa greinina til betra máls.

Úr því að jeg stóð upp, vil jeg að eins minnast á brtt. 71, sem fer fram á það, að lögin nái ekki fram að ganga fyr en við næstu aðalkosningar, eða sje frestað um 3 þing. Jeg get ekki sjeð, hvaða ástæða liggur til þess, úr því deildin á annað borð vill veita rjettarbæturnar. Hvaða ástæða er þá til þess að draga það, að þær geti komið að gagni? Jeg skildi svo nefndarmenn, að þeir ætluðust ekki til þess, að þessi dráttur yrði, heldur þvert á móti, að þeir vildu láta þetta ganga fram sem fyrst. Jeg er því að öllu leyti ósamþykkur brtt. 71.