26.02.1920
Efri deild: 12. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 125 í B-deild Alþingistíðinda. (179)

8. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Jeg hefi ekki mikið um málið að segja. Það sjest á nál., að nefndinni hefir komið saman um, að frv. nái fram að ganga, og þar sem tíminn er svo naumur, varð nefndin sammála um að láta Reykjavík fá þessa 2 þm.

Í síðustu grein frv. er villa, sem nefndin hafði ekki tekið eftir, en hv. þm. Seyðf. (Jóh. Jóh.) benti okkur á, og við þökkum honum, sem sje að lögin gangi strax í gildi, en það geta þau ekki samkvæmt stjórnarskránni.