26.02.1920
Efri deild: 13. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 128 í B-deild Alþingistíðinda. (186)

8. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Halldór Steinsson:

Mjer finst fult rjettlæti í því, að brtt. þessi nái fram að ganga, þótt eðlilegra hefði verið að endurskoða um leið kjördæmaskipunina í heild sinni og bæta úr verstu göllunum einnig utan Reykjavíkur. Það langvitrasta, sem komið hefir fram í þessu máli, er till. háttv. þm. Dala. (B. J.). Hefði hún verið samþykt, þá væri ráðin mikil bót á ósamræmi því, sem nú er á kjördæmaskipuninni. Auk Reykjavíkur eru það sjerstaklega Suður-Þingeyjarsýsla, Snæfellsness- og Hnappadalssýsla og Barðastrandarsýsla, sem hafa of fáa þingmenn, borið saman við kjósendatölu. Þótt till. þessi frá hv. þm. Dala. (B. J.) fjelli í Nd., og jeg sæi ekki ástæðu til að koma með hana fram fyrir háttv. Ed., þá finst mjer ekki rjett að láta Reykjavík gjalda þess, að önnur kjördæmi eru órjetti beitt.