28.02.1920
Neðri deild: 18. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 139 í B-deild Alþingistíðinda. (195)

8. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Forsætisráðherra. (J. M.):

Jeg vil skírskota til ræðu hv. 1. þm. Reykv. (Sv. B.), og vona jeg, að hv. deild láti sannfærast um það, að ekki sæmir annað en að samþ. frv. eins og það nú er. Jeg vil leggja sjerstaka áherslu á það, sem hv. þm. S.-Þ. (P. J.) sagði, að með því að bæta við 3 þm. njóta flokkarnir sín, annars ekki. Og ef Reykjavík fær nú þessa viðbót, býst jeg við, að hún láti sjer hana nægja um nokkuð langan tíma. Annars hjer áreiðanlega ekki tjaldað nema til einnar nætur. Það getur heldur ekki skift miklu máli fyrir þingið, hvort bætt er við 2 eða 3 þm., úr því bætt er við, og á það að líta, að með 2 eru Reykvíkingar harðóánægðir, en sætta sig hins vegar við 3.