28.02.1920
Neðri deild: 18. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 148 í B-deild Alþingistíðinda. (199)

8. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Ólafur Proppé:

Herra forseti. Jeg skal taka mjer til inntekta ummæli hæstv. forsætisráðh. (J. M.) um að vera stuttorður, og vænti, að aðrir hv. deildarmenn geri hið sama.

Þegar frv. þetta var afgreitt til Ed., greiddi jeg því atkvæði mitt. En nú hefir hv. Ed. gert breytingar nokkrar á frv., sem vel mætti verða til þess, að frv. strandaði alveg. En jeg skal lýsa því yfir, að jeg mun heldur greiða frv. sem slíku atkvæði mitt en vera fótakefli þess eða þess valdandi, að frv. næði ekki fram að ganga á þessu þingi.