28.02.1920
Efri deild: 18. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 164 í B-deild Alþingistíðinda. (213)

8. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Forseti:

Ef það væri rjett, sem háttv. 2. landsk. þm. (S. E.) sagði, þá bæri mjer að vísa málinu frá. En jeg hefi litið yfir 17. gr., og þar stendur í 1. lið: „Í neðri deild eiga sæti 26 þingmenn, en 14 í efri deild. Tölum þessum má breyta með lögum.“

Það leiðir af sjálfu sjer, að sje þessum tölum breytt, þá verður einnig að breyta þeim í seinni liðnum. Það er augljóst, að fyrri liðurinn getur ekki notið sín nema breytt sje í báðum liðum. Jeg get ekki sjeð, að ástæða sje til að vísa málinu frá.