28.02.1920
Efri deild: 18. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 167 í B-deild Alþingistíðinda. (225)

8. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg hefi ekki borið mig saman við stjórnarskrárnefnd um þessa till., og á mitt eindæmi vil jeg ekki taka brtt. á þgskj. 185 upp aftur. Það gæti farið svo, eins og hv. þm. Snæf. (H. St.) tók fram, að viðbótin yrði til þess að fella frv. í Sþ. Hins vegar get jeg ekki verið samþykkur hv. sama þm. (H. St.) um það, að hjer sje um stífni að ræða frá hálfu hv. Ed. Frv. var lagt fyrir þingið af stjórninni og þar gert ráð fyrir 6 þingmönnum. Þessu breytti Nd. og færði töluna niður í 4. Ed. vildi til samkomulags færa töluna aftur upp í 5, og það fór svo, að nú voru 12 atkv. með því í Nd., en með upphaflegu tölunni voru að eins 6 atkv. Það væri því engin áreitni frá Ed., þótt hún setti nú inn töluna 5. En samt þori jeg ekki á mitt eindæmi að taka upp brtt. hv. þm. Vestm (K. E.).