21.02.1920
Neðri deild: 9. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 173 í B-deild Alþingistíðinda. (237)

9. mál, kosningar til Alþingis

Gísli Sveinsson:

Jeg ætlaði mjer að eins að skýra frá, að jeg kom með brtt. til að færa, ef svo mætti að orði kveða, efnið til betra máls í 4. gr. frv. Það má segja um hæstv. stjórnarskrárnefnd, að „skýst, þótt skýrir sjeu“. Stjórnin hafði látið hjá líða að lagfæra kjördæmabilsákvæðið samkv. stjórnarskránni nýju, en þar sem nefndin hefir tekið upp bráðabirgðaákvæðin úr stjórnarskrárfrv., þá hefir henni láðst að athuga, að þetta er ekki stjórnarskrárfrv., og verður því að breyta orðalaginu.