25.02.1920
Efri deild: 10. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 174 í B-deild Alþingistíðinda. (245)

9. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Sigurjón Friðjónsson):

Breyting sú, sem stjórnarskrárnefnd leggur til að gera á frv., er ekki svo mikil, að það ætti að þurfa að verða málinu að fótakefli, einkum þar sem hún hefir áður verið borin undir hlutaðeigendur. Það er að eins leiðrjetting á ósamræmi, sem óviðkunnanlegt er að láta sjást í frv. Einnig vil jeg benda á, að jafnframt muni þurfa að fella niður orðin í upphafi frv., í sambandi við þetta, en það er svo sjálfsögð breyting, að leiðrjetta mætti það á skrifstofunni.