19.02.1920
Neðri deild: 7. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 185 í B-deild Alþingistíðinda. (268)

10. mál, laun hreppstjóra og aukatekjur

Pjetur Ottesen:

Jeg vil að eins gera þá athugasemd, út af ræðu hv. þm. S.-Þ. (P. J.),1 að sveitirnar hafa ekki heimild til að hækka laun oddvita, nema þá með samþykki sýslunefnda. En annars eru oddvitalaun ákveðin í sveitarstjórnarlögunum. Út af því, sem hv. frsm. (M. P.) sagði, að hann vonaðist til, að hreppstjórum þeim, sem hjer væru, hrysi ekki hugur við að taka á móti þessum miklu peningum, þá er nú þessi sletta hv. þm. (M. P.) ekki sjerstaklega svaraverð, og ann jeg honum vel ánægjunnar af því að hafa komist svona smekkvíslega að orði.

Ræðu þá, sem hjer er vitnað til, hefir P. J. strikað út úr handriti innanþingsskrifara.