13.02.1920
Neðri deild: 3. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 189 í B-deild Alþingistíðinda. (286)

12. mál, gullforði Íslandsbanka og bann við útflutningi á gulli

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Jeg vona, að ekki þurfi mikla framsögu nú við 1. umr. Jeg sje ekki þörf á að bæta miklu við ástæðurnar fyrir frv., þó stuttar sjeu. Jeg legg því til, að frv. verði vísað til fjárhagsnefndar og umr. frestað. Jeg byggi þessa till. mína á því, að nauðsynlegt er að athuga alt bankaseðlafyrirkomulagið um leið og þetta frv. er athugað. Það má gera í samráði við bankana, og býst jeg við, að eftir því verði óskað af hálfu Íslandsbanka.