23.02.1920
Neðri deild: 10. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 191 í B-deild Alþingistíðinda. (290)

12. mál, gullforði Íslandsbanka og bann við útflutningi á gulli

Sveinn Björnsson:

Jeg hjó eftir því hjá hv. frsm. (J. A. J.), að gullforði sá, sem Íslandsbanki hefir hjer á landi, væri mjög lítill. Mjer finst að þó það væri ekki annað en til upplýsingar fyrir hv. þingdeild í þessu sambandi, væri æskilegt að fá meiri upplýsingar um þetta atriði, og vildi jeg því beina þeirri spurningu til fjárhagsnefndar, hve mikill gullforðinn er, saman borið við seðla þá, sem eru í umferð, og ef hann er minni en ætlast er til, hve mikill mismunurinn er.